Lýsing
Nemendur fá autt blað eða verkefnablaðið og eftirfarandi fyrirmæli:
Teiknaðu útlínur af líkama á blað eða fáðu útprentað verkefnablað frá kennara. Skrifaðu niður þau tungumál sem þú tengist og gefðu hverju og einu ákveðinn lit. Ákveddu síðan hvar í líkamanum hvert tungumál á heima. Oft fær hjartað t.d. þann lit sem tengist tungumáli tilfinninganna og fæturnir lit sem passa við tungumál sem hjálpar okkur áfram í lífinu.
Að lokum eru blöðin hengd upp á vegg.
