Lýsing
Skiptið nemendum í hópa. Takið saman orð eða biðjið nemendur að velja þau. Orðin geta lýst mikilvægum gildum skólans eins og vinátta, virðing og jafnrétti og nemendur þýða þau yfir á tungumál sem þau tengjast.
Nemendur skrifa orðin á öllum tungumálum sínum á spjöld í mismunandi litum og hengja upp á vegg.
Orðin eiga sinn eigin lit og mynda hvert og eitt einn boga regnbogans á fjölmörgum tungumálum heimsins eins og sést á myndinni.
Hér má sjá dæmi um útfærslur á tungumálaregnbogum.
