Tungumálagoggur II

Til baka

Lýsing

Nemendur klippa út hver sinn gogg og brjóta saman. Svona er farið að:

  • Klippið út eftir brotalínunni.
  • Brjótið gogginn saman eftir miðju, í báðar áttir og hornin svo inn að miðju.
  • Snúið blaðinu við og brjótið hornin aftur inn að miðju.
  • Goggurinn er tilbúinn, hann opnaður og hægt að byrja.

Einnig má sjá leiðbeiningar á netinu með því að leita eftir: goggur brotinn saman.

Tveir og tveir nemendur fara svo saman í leikinn, lesa „kveikjuna” sem kemur upp í gogginum og finna upp dæmi við hverja setningu. Eins og t.d. þegar þessi setning kemur upp: „Tungumál veitir þér atvinnutækifæri“, þá nefnir nemandi dæmi um hvernig tungumál getur veitt manni atvinnutækifæri. S.s. „ef ég tala fleiri tungumál, get ég unnið í fleiri löndum eða með fólki frá öðrum löndum“ eða „ef ég læri fleiri tungumál, get ég orðið kennari, túlkur eða unnið í alþjóðlegu fyrirtæki.“

Efni og áhöld

Verkefnablað