Tungumálagoggur I

Til baka

Lýsing

Nemendur klippa út hver sinn gogg og brjóta saman. Svona er farið að:

  • Klippið út eftir brotalínunni.
  • Brjótið gogginn saman eftir miðju, í báðar áttir og hornin svo inn að miðju.
  • Snúið blaðinu við og brjótið hornin aftur inn að miðju.
  • Goggurinn er tilbúinn, hann opnaður og hægt að byrja.

Einnig má sjá leiðbeiningar á netinu með því að leita eftir: goggur brotinn saman.

Tveir og tveir fara svo saman í leikinn og svara spurningum um tungumál sem eru í gogginum. Kennari gengur á milli og aðstoðar eftir þörfum.

Efni og áhöld

Verkefnablað