Lýsing
Skiptið nemendum í hópa. Hver hópur fær annaðhvort tölvu með spurningunum og mynd af heimskortinu til að fylla inn á eða útprentaðar spurningar og prentað blað með heimskortinu. Nemendur geta notað þetta verkefnablað eða búið sjálf til stórt skrautlegt heimskort til að hengja upp í skólastofunni. Það er t.d. hægt að varpa upp útlínum heimskortsins á þykka og stóra pappírsörk og teikna upp eftir þeim.
Sýnið nemendum Tungumálakortið og útskýrið hvernig hægt er að finna þau tungumál sem eru töluð í hverjum skóla. Til dæmis má sjá að í einum skóla á Íslandi eru töluð 30 tungumál. Sumir nemendur tala pólsku, amharísku, spænsku eða hindí vegna þess að það er móðurmálið þeirra. Aðrir tala þýsku, arabísku eða dönsku vegna þess að þau hafa átt heima í löndum þar sem tungumálin eru töluð.
Hér eru nokkrar umræðuspurningar í tengslum við tungumálakortið. Varpið spurningunum upp á skjá og hver hópur vinnur verkefnið í tölvu eða á pappír. Í lokin eru nemendur beðnir að greina frá niðurstöðum sínum.
Bókin Eitt þúsund tungumál er vel til þess fallin að hafa við höndina fyrir utan leitarvélar á netinu þegar leita þarf upplýsinga um tungumál heimsins.
Spurningar
- Talið þið eða einhver sem þið þekkið fleiri en eitt tungumál á hverjum degi?
Hvaða tungumál eru það og hvernig tengjast þau ykkur eða fjölskyldu ykkar?
Nemendur ræða svör sín við spurningunni í sínum hópum og deila svo með hinum. - Leitið að hverju og einu tungumáli sem þið rædduð um með því að skrifa það í leitarreitinn efst á tungumálakortinu.
Eru tungumálin töluð víða á Íslandi?
Í hvaða skólum á Íslandi eru tungumálin töluð?
Hvar í heiminum eru þessi tungumál töluð? Setjið þau á heimskortið. - Í hvaða skólum er töluð spænska?
Hvar í heiminum er spænska töluð og af hversu mörgum?
Hvaða tungumálaætt tilheyrir spænska?
Setjið spænsku á heimskortið þar sem hún er töluð. - Í hvaða skólum á Íslandi er töluð amharíska?
Hvar í heiminum er amharíska töluð og af hversu mörgum?
Hvaða tungumálaætt tilheyrir amharíska?
Setjið amharísku á heimskortið þar sem hún er töluð. - Finnið 10 tungumál á tungumálakortinu sem þið hafið aldrei heyrt um áður.
Hvar í heiminum eru tungumálin töluð?
Hvaða tungumálaætt tilheyra þau? Setjið tungumálin inn á heimskortið