Lýsing
Barnasáttmálinn hefur verið þýddur á barnvænu máli á ýmis tungumál. Í þessu verkefni skoða nemendur grein númer 30 í Barnasáttmálanum á þremur tungumálum:
Íslenska
Börn eiga rétt á að iðka eigin trú, tala sitt tungumál og viðhalda menningu sinni. Þetta á líka við þótt flestir aðrir í landinu sem börnin búa í hafi annað tungumál, menningu og trú.
Danska
Børn har ret til at bruge deres eget sprog, kultur og religion. Det gælder også, selvom de fleste andre i det land, hvor børnene bor, har et andet sprog, kultur og religion.
Þýska
Jedes Kind hat das Recht, seine eigene Sprache, Kultur und Religion zu leben, auch wenn die meisten anderen Menschen des Landes, in dem das Kind lebt, eine andere Sprache, Kultur oder Religion haben.
Nemendur svara eftirfarandi spurningum:
- Finnið orðið menning á öllum tungumálunum, hvernig eru þau skrifuð?
- Hvað er íslenska orðið fyrir ret á dönsku, derecho á spænsku og Recht á þýsku?
- Orðin menning og trúarbrögð eru þau sömu á þýsku og dönsku. Skrifið þau niður á íslensku, þýsku og dönsku.
Annað: Veljið greinar úr Barnasáttmálanum og biðjið nemendur um að lesa þær á sínu móðurmáli eða öðru tungumáli sem þau hafa tengingu við. Hafi sáttmálinn ekki verið þýddur á öll þau tungumál sem nemendurnir tala má leita til foreldra/forsjáraðila sem geta þýtt hann eða notast við þýðingarforrit.
Hægt er að vinna þetta verkefni eftir fleiri greinum Barnasáttmálans.