Tungumál vikunnar

Til baka

Lýsing

Kennari og/eða nemendur velja „tungumál vikunnar”. Hægt er t.d. að vinna verkefnið í tengslum við Alþjóðadag móðurmálsins sem er 21. febrúar  eða Evrópska tungumáladaginn sem er 26. september ár hvert. Þá er gott tilefni að taka nokkrar vikur í að láta nemendur fræðast um tungumál heimsins. Nemendur rannsaka sjálfir spurningarnar hér að neðan sem eru einnig á verkefnablaðinu.

Hvert er tungumálið?

  • Veljið setningar á tungumálinu, æfið ykkur í að bera þær fram.
  • Hvar er tungumálið talað? Skoðið t.d. Google maps.
  • Hverjir og hversu margir tala tungumálið?
  • Hvaða tungumálafjölskyldu tilheyrir tungumálið?
  • Hvað á það sameiginlegt með íslensku eða öðrum tungumálum?
  • Er einhver þekktur á Íslandi eða heimsþekktur sem talar tungumálið?
  • Finnið lög á tungumálinu t.d. á Youtube.
  • Skreytið verkefnablaðið í tengslum við tungumálið.

Efni og áhöld

Verkefnablað