Lýsing
Nemendur spjalla m.a. um mikilvægi tungumála í lífi þeirra og hlutverk hvers og eins tungumáls sem þau tengjast út frá myndaspjöldum.
Myndaspjöldunum er dreift um borð eða gólf, kennari eða nemandi les upp spurningu og nemendur velja myndaspjald sem þeim finnst svara spurningunni.
Dæmi um spurningar
- Hugleiddu hvaða tækifæri felast í að kunna erlend tungumál. Veldu spjald sem sýnir hugsanir þínar og deildu þeim með samnemenda þínum eða hópnum. Hvers vegna valdir þú þetta spjald?
- Hvert er þitt/þín móðurmál/heimamál? Veldu spjald og reyndu að útskýra hvað móðurmálið þitt þýðir fyrir þig.
- Talar þú fleiri en eitt tungumál? Ef svo er, hvaða tungumál eru það? Veldu spjald sem sýnir hvernig það getur verið kostur fyrir þig að tala mörg tungumál.
- Hvaða kostir fylgja því að kunna fleiri en eitt eða tvö tungumál fyrir einkalíf fólks? Veldu spjald sem sýnir kosti þess að vera fjöltyngdur.
- Hvaða kostir fylgja því að kunna fleiri en eitt eða tvö tungumál fyrir atvinnulífið? Veldu spjald sem sýnir kosti þess að vera fjöltyngdur.
- Veldu spjöld fyrir öll tungumálin sem þú tengist. Sýndu með spjöldunum hvað þessi tungumál þýða fyrir þig og hvernig þú notar þau.
- Veldu spjald sem sýnir hvernig þér líður þegar þú skilur ekki tungumálið/tungumálin í kringum þig. Það gæti til dæmis verið á ferðalagi eða í félagsskap þar sem þú skilur ekki tungumálið sem er talað.
- Þú ert að læra nýtt tungumál. Veldu eitt til þrjú spjöld sem gefa til kynna hvernig þér líður í ferlinu.
- Veldu spjald sem táknar samskipti milli einstaklinga sem tala ekki sama tungumálið. Útskýrðu út frá spjaldinu hvernig hægt er að skilja hvert annað án tungumála?
- Oft er talað um að tungumál opni dyrnar að heiminum. Veldu spjald sem táknar einmitt það.
- Hvað getur þú lært um menningu annarra með því að tala tungumál þeirra? Veldu spjald sem útskýrir hvernig tungumál hjálpar þér að skilja menningu betur.
- Hvernig myndir þú útskýra mikilvægi móðurmálsins fyrir sjálfsmynd þína? Veldu spjald sem tengist þeirri tilfinningu.
- Hvað finnst þér mest heillandi við að tala eða læra nýtt tungumál? Veldu spjald sem tengist þeirri upplifun.
- Veldu spjald sem sýnir hvernig tungumál getur tengt fólk saman þrátt fyrir að vera ólíkt að uppruna.
- Hvernig getur kunnátta í mörgum tungumálum hjálpað til við lausn ágreinings? Veldu spjald sem sýnir hvernig tungumál geta stuðlað að friði og skilningi.
- Veldu spjald sem sýnir hvernig tungumál hafa áhrif á sjálfsöryggi þitt í mismunandi aðstæðum.
- Hvernig hefur tæknin haft áhrif á tungumál? Veldu spjald sem sýnir hvernig samskipti í dag hafa breyst með nýjum miðlum.
- Hvernig hefur tungumál áhrif á hvernig þú skynjar heiminn? Veldu spjald sem sýnir hvernig tungumál mótar sýn þína á umhverfið.
- Hefurðu einhvern tíma þurft að hjálpa öðrum með tungumálakunnáttu sína? Veldu spjald sem táknar þá upplifun.
- Hvaða hlutverk spilar tungumál í ferðalögum? Veldu spjald sem sýnir hvernig tungumál getur auðveldað eða flækt ferðalög.