Tíu um tungumál

Til baka

Lýsing

Nemendur svara eftirfarandi 10 spurningum skriflega á þeim tungumálum sem hentar þeim, auk íslensku.
Nemendur ræða síðan svörin í hópum á íslensku, og/eða öðrum tungumálum sem þau eiga sameiginleg og deila síðan hugleiðingum sínum með öllum í bekknum.

Spurningar

  1. Á hvaða tungumáli/tungumálum hugsar þú?
  2. Á hvaða tungumáli/tungumálum lest þú?
  3. Á hvaða tungumáli/tungumálum skrifar þú?
  4. Á hvaða tungumáli/tungumálum telur þú?
  5. Á hvaða tungumáli/tungumálum glósar þú?
  6. Á hvaða tungumáli/tungumálum blótar þú?
  7. Á hvaða tungumáli/tungumálum lærir þú best?
  8. Á hvaða tungumáli/tungumálum tjáir þú best tilfinningar þínar?
  9. Á hvaða tungumáli/tungumálum dreymir þig?
  10. Á hvaða tungumáli/tungumálum talar þú við fjölskyldu þína?

Efni og áhöld

Verkefnablað