Óþýðanleg orð

Til baka

Lýsing

Skoðið það sem er einstakt við hvert tungumál – orð sem ekki eru til á öðrum tungumálum. Skyldu þau vera óþýðanleg?

Á þýsku er til orðið Waldeinsamkeit, sem þýðir að vera einmana í skóginum. Á spænsku er til orð fyrir það samtal sem fer fram við borðstofuborðið þegar við erum búin að borða: sobremesa. Á japönsku er til orð yfir sólarljósið þegar það skín í gegnum laufblöð: komorebi.

Nemendur reyna að finna orð sem þau telja óþýðanleg á íslensku og öðrum tungumálum og hópurinn ræðir og reynir í sameiningu að útskýra orðin og útbúa eigin myndskreytingu fyrir þau.

Hér eru dæmi sem hægt er að sýna nemendum og þýða fyrir þau:
How Do You Say …? For Some Words, There’s No Easy Translation

Efni og áhöld

Verkefnablað