Sama orðið á mismunandi tungumálum

Til baka

– Það sem tungumál eiga sameiginlegt

Lýsing

Skoðið með nemendum það sem tungumál eiga sameiginlegt þ.e.a.s. orð sem eru svipuð á fjölbreyttum tungumálum. Nemendur skoða þetta landakort, sem sýnir orð eins og björn, kirkja, ananas, rós og gúrka, á mörgum tungumálum. Ræðið skyldleika orðanna/tungumálanna.

Kennari prentar út autt landakort fyrir hvern hóp og nemendur skrifa orð inn á kortið, s.s. rós eða te og þýða svo í sameiningu orðin yfir á þau tungumál sem töluð eru í bekknum/hópnum. Hægt er að hengja landakortin upp á vegg og gera skreytingar sem passa við.

Önnur útfærsla er að búa til stórt sameiginlegt heimskort og fylla það af orðum.

Efni og áhöld

Verkefnablað