Lýsing
Kennari hefur samband við foreldra/forsjáraðila og útskýrir verkefnið fyrir þeim. Það snýst um að útbúa rafræna kveðju til nemendahópsins, á tungumáli að eigin vali. Hægt er að biðja um ákveðna setningu eins og „góðan daginn, hvernig hefur þú það?“ eða einstaka kveðjur eins og „góðan daginn“, „komið þið sæl“, „halló“ eða „bless“. Einnig aðrar hversdagskveðjur eða setningar sem tengjast ákveðnu þemu sem er unnið með á þessum tímapunkti.
Foreldrar/forsjáraðilar taka upp kveðjuna á eigin tungumáli og senda myndskeiðið til kennarans. Hægt er að spila myndskeiðið í byrjun skóladagsins eða á ákveðnum tíma yfir daginn.