Lýsing

Nemendur kynna fyrir hvert öðru þann tungumálaheim sem þau tilheyra með því að halda svokallað tungumálatorg. Nemendur setja upp bása. Í hverjum bás fyrir sig eiga að vera upplýsingar frá hverjum og einum um staði eða fólk sem tengjast tungumálunum, ljósmyndir, fjölskyldualbúm, þjóðsögur, myndlist, ljóðlist, tónlist, dans, áhugamál o.fl.

Haldinn er viðburður þar sem fjölskyldur nemenda og aðrir geta komið og upplifað afrakstur verkefnisins.

Efni og áhöld

  • Nemendur útbúa sjálf efni og/eða koma með efni að heiman eins og kassa og persónulega hluti

Verkefnablöð