Lýsing
Skiptið nemendum í hópa og hvetjið þau til að íhuga hvaða óskir þau hafa fyrir betri heim eða persónulegar óskir fyrir sig eða sína nánustu. Nemendur búa til stórt tré sem hægt er að hengja á vegg eða veggspjald í skólastofunni. Þau klippa síðan út lauf í mismunandi litum, skrifa á þau óskir sínar á þeim tungumálum sem þau tengjast og hengja laufin á tréð.